SOKKARÁÐ

SOKKARÁÐ

 

 

Kolbrún Arna dýrahjúkrunarfræðingur og hunda sjúkraþjálfari tók saman nokkur góð sokkaráð.

 

Sokkaráð :

Loppur hunda verða fyrir miklu áreiti í umhverfinu og þessvegna getur verið nauðsynlegt að nota sokka við ákveðnar aðstæður til þess að fyrirbyggja óþægindi fyrir hundinn s.s. Sár, skurði, bólgur, sviða, eða kulda.

Við val á hverskyns búnaði fyrir hundinn þinn er mikilvægt að hafa í huga að enginn búnaður á að hafa hamlandi áhrif á hreyfigetu eða vellíðan hundsins. Það sama gildir um sokka.
Ef við skoðum loppur hundsins þá getum við skilið hversu mikilvægu hlutverki þær gegna fyrir hundinn. Loppur hundsins hafa fleiri hundruð skyntauga sem lesa undirlagið sem hundurinn gengur á. Þessar skyntaugar senda skilaboð til heila sem les úr upplýsingunum og sendir svo aftur skilaboð tilbaka um það hvernig líkaminn á að bregðast við. Skilaboðin eru margþætt og snúa að því að dreifa líkamsþyngd rétt, hreyfa tær, nota liðbönd, vöðva og klær á ákveðinn hátt osfv, með þessu móti fótar hundurinn sinn öruggt áfram í þeim aðstæðum sem hann er staddur í hverju sinni.

Okkar besta sokkaráð er því að reyna að komast upp með að nota sem þynnsta sokka sem þú kemst upp með, miðað við aðstæður hverju sinni.
Sokkarnir þurfa svo að vera nægjanlega rúmir eða teygjanlegir til þess að hundurinn geti hreyft tærnar á eðlilega máta og notað klærnar þegar hann klæðist sokkunum.

Skór fyrir hunda sem eru með einhversskonar sóla, jafnvel með grófu munstri eru því ekki eins hentugir og gefa eigandanum falskt öryggi þar sem hundurinn er ekki fær um að hreyfa tærnar eða finna fyrir undirlaginu sem hann ferðast yfir.

Non-stop dogwear hóf fyrir 15 árum síðan að framleiða sokka fyrir vinnuhunda í nánu samstarfi við notendur vinnuhunda, í gegnum tíðina hafa feiri gerðir og stærðir sokka bæst í úrvalið og í dag ættu allir hundaeigendur að geta fundið sokka við hæfi á stóra sem smáa hunda. 

Til þess að vita hvaða sokkastærð hundurinn þinn er í, mælir þú breidd framloppu þegar hundurinn stendur í fótinn. Þú mælir í raun fótspor hundsins, en ekki yfir tærnar.
Gott ráð er að láta hundinn stíga á málband eða þú getur látið hundinn standa á pappír og gert punkt sitthvorumegin þar sem loppan er breiðust og svo mælt sentímetrana á milli.

 

Hér eru listaðar niður helstu eiginleikar mismunandi sokka frá Non-stop dogwear :

 

 

             

 

                                       

 

 

                                                             

 

 

 

 

 

                       

 

 

                                              

 

 

Hvernig festi ég sokkana á hundinn minn ?

Á sokknum er strappi með mjúku hlið franska rennilássins, strappinn er teyjanlegur og þú vilt toga í teyjuna og leggja strappann strekktan á grófu hlið franska rennilássins sem er á sokknum sjálfum, nema síðasta bútinn! Þegar þú átt eftir að leggja síðasta ½ - 1 sentímeterinn þá leggur þú strappann beint niður án þess að teyja honum. Þegar þú gerir þetta þá ertu búin að skapa spennubreytingu á strappanum sem gerir það að verkum að ef ske kynni að endinn á strappanum fer að losna frá, þá losnar strappinn ekki alla leið því strappinn hættir að losna þar sem spennubreytingin er. 

Hvernig veit ég hversu þétt ég má herða strappann ? 

Einmitt, næsta skref er er að finna út hversu mikið á að herða. Okkar besta ráð er að setja þrjá sokka á hundinn og herða að eins og þú telur að sé passlegt. Fjórða og síðasta sokkinn setur þú á framfót og herðir ca 20 % þéttar en þú gerðir við hina þrjá. Þá er komið að því að gera „test run“, þú ferð með hundinn í 15 mínútna göngutúr og að þeim tíma liðnum tekur þú sokkana af báðum framfótum og berð loppurnar saman. Ef báðar loppur líta eins út og engin ummerki um bjúg á loppunni sem þú hertir þéttar að, þá veistu að þér er óhætt að herða framvegis alla sokkana á þann máta.
Hinsvegar ef loppan sem þú hertir sokkinn þéttast á, er þrútin, þá veistu að það var  aðeins of þétt. Ef þetta er staðan þá er mikilvægt fyrir þig að vita að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að þú hafir meitt hundinn þinn. Þrotinn er merki um létta sogæðabólgu sem rennur af á örfáum mínútum rétt eins og ef þú færð far ofan við ökklann eftir að hafa klæðst sokkum með þröngu stroffi.

Þarf hundurinn minn tíma til þess að venjast sokkunum ?

Lang flestir hundar eru fljótir að samþykkja sokkana, það getur verið smá bras að með suma hunda að koma þeim í sokkana, en það venst fljótt.
Við mælum með að gera allt klárt fyrir göngutúrinn og setja svo hundinn í sokkana og fara beint út. Um leið og hundurinn er kominn út þá er hann upptekinn af öðru og pælir ekkert í sokkunum.
Með lítinn hund getur verið gott að láta hundinn standa uppá borði eða skenk á meðan hann er klæddur í sokkana.

Til þess að lesa meira um þófaheilsu bendum við á þessa grein : Fyrstahjálp fyrir loppur