Fræðsla RSS

    Kolbrún Arna dýrahjúkrunarfræðingur og hunda sjúkraþjálfari tók saman nokkur góð sokkaráð.   Sokkaráð : Loppur hunda verða fyrir miklu áreiti í umhverfinu og þessvegna getur verið nauðsynlegt að nota sokka við ákveðnar aðstæður til þess að fyrirbyggja óþægindi fyrir hundinn s.s. Sár, skurði, bólgur, sviða, eða kulda. Við val á hverskyns búnaði fyrir hundinn þinn er mikilvægt að hafa í huga að enginn búnaður á að hafa hamlandi áhrif á hreyfigetu eða vellíðan hundsins. Það sama gildir um sokka. Ef við skoðum loppur hundsins þá getum við skilið hversu mikilvægu hlutverki þær gegna fyrir hundinn. Loppur hundsins hafa...

Skurðir á loppum eru algeng meiðsli hjá aktívum hundum.  Hér deilir Kolbrún Arna dýrahjúkrunarfræðingur og hundasjúkraþjálfari góðum ráðum til þess að bregðast við og fyrirbyggja skurði og aumar loppur.    Það er alltaf góð hugmynd að hafa með sér skyndihjálpar sett þegar farið er í lengri göngur, ef þú ætlar að viðra hundinn í náttúrunni utanbæjar getur einnig verið gott að hafa skyndihjálpar settið meðferðis í bílnum. Skyndihjálpar settið ætti að innihalda, umbúðar vafning (stór kostur ef hann er sjálflímandi, þeas festist við sjálfan sig þegar hann er vafinn) sótthreinsandi skol ( t.d. chlorhexidine), skæri og nóg af bómull. Þegar...