Rush beislið er hannað fyrir aktíva hunda og eigendur þeirra. Þetta stillanlega dráttarbeisli er létt og fljótlegt að setja á og auðvlet að stilla.
Rush harness hentar einnig vel sem dráttarbeisli fyrir hundategundir sem eru með breiðan frampart.

Fyrir okkur öll sem erum daglega á ferðinni í mismunandi umhverfi hentar þetta nýstárlega hundabeisli vel fyrir hunda sem eru áhugasamir um að draga, án þess að takmarka hreyfingar þeirra á nokkurn hátt.
Smeygðu hálsopinu yfir höfuð hundsins þíns og festu hliðarsylgurnar og hundurinn þinn og þú verðið lögð afstað í hlaupa/skokk/göngutúrinn á svipstundu.
Rush beislið er hannað fyrir allar athafnir með háan togpunkt, svo sem canicross, hjólreiðar, skíðaferðir eða gönguferðir. Það er líka tilvalið fyrir ykkar daglegu göngutúra eða til að kynna hundinn þinn fyrir dráttarsporti.
Við notuðum okkar einstöku Freemotion tech™ tækni sem var þróuð með margra ára reynslu í hundaknúnum íþróttum til þess að búa til þetta einstaka beisli sem stuðlar að náttúrulegri hreyfigetu fyrir hunda sem eru aktívir dagsdaglega.
Y-laga framhliðin leyfir frjálsra hreyfingu á axlarliðum og lágmarkar líkur á öndunarþvingun ( þrýsting á barka ). Togkrafturinn dreifist jafnt yfir líkama hundsins án þess að þrýst a á hrygg hans.
Hvert einasta efni er vandlega valið með endingu og þægindi fyrir hundinn þinn í huga. Hexivent efnið eykur öndun. Hönnunin og mjúka fóðrið tryggja að engar grófar brúnir séu að nuddast í hundinn þinn, allir saumar snúa þannig að mýkri hlið þeirra snúi að líkama hundsins þíns, sem dregur úr hættu á ertingu og núningi.
Mikið úrval af stærðum ásamt vel stillanlegum hliðarólum og baklykkju gerir stórum, litlum og hundum með stutt bak eða breiðan frampart kleift að klæðast því.
Svo ef þú átt hund sem "fittar" ekki nógu vel í t.d. Freemotion harness, þá gæti Rush harness verið rétta svarið.
The Rush harness kemur í litunum black/orange og teal. Þetta stutta hunda beisli er fáanlegt í stærðum 1-8.
Til þess að finna rétta stærð, mælir þú ummál brjósts og háls líkt og myndin hér að neðan sýnir

Stærðartafla

Tæknilegar upplýsingar
