Fjölnota taumur, sá eini sinnar gerðar. Tilvalinn fyrir handfrjálsar göngur og þjálfun sem og útilegur og aðrar athafnir með hundinum þínum.

Þessi taumur er sterkur og mjög fjölhæfur. Á hvorum enda er snúnings taumlás. Einn krókanna er hægt að festa við hundinn þinn, en hinn festist við létta ál sylgju. Þessa sylgju er auðvelt að stilla, þannig að lykkjan og lengd taumsins passi að þínum þörfum hvenær sem er. Það þýðir að þú getur notað Rock adjustable leash tauminn um mittið eða yfir öxlina fyrir handfrjálsar göngur, fest hann utan um tré í útilegu og notað hann sem venjulegan taum í göngum.
Rock línan okkar samanstendur af hagnýtum og endingargóðum búnaði sem er ætlaður til notkunnar. Rock línan sækir innblástur frá klettaklifri. Reipið sem varð fyrir valinu er traust en samt mjúkt og þæginlegt að halda á. 1,8 m lengd taumsins gefur hundinum svigrúm til að hreyfa sig um og kanna umhverfið frjálst í ævintýrum ykkar.
Endurskinsþráður um allan tauminn tryggir sýnileika á dimmum og dimmum dögum.
Tæknilegar upplýsingar
