FREEMOTION HARNESS 5.0

  • Á afslætti
  • Verð 17.990 kr
Vsk. innifalinn
Acquire Points: 539.70


Freemotion 5.0 beislið er uppfærð útgáfa af söluhæsta dráttarbeislinu okkar, Freemotion harness.
Fjölhæft dráttarbeisli fyrir hlaup, hjólreiðar og aðrar ástundir þar sem  togpunkturinn er hærri en baklína hundsins. Beislið henntar þó einnig fyrir styttri vegalendir ( undir 50km ) þar sem togpunkturinn er lægri, ss. sleði. Skilvirk hönnun beislisins veitir hámarks hreyfigetu, heftir ekki náttúrulegt hreyfiferli útlima og þrýstir ekki á öndunarveginn.

Size Chart

Freemotion 5.0 er stillanlegt dráttarbeisli með skilvirkri hönnun. 

Rétt beisli er nauðsynlegt fyrir þægindi hundsins þíns, frammistöðu og forvarnir gegn meiðslum. Með það að markmiði að þróa beisli sem myndi hámarka hæfni hundsins var frumgerðin af Freemotion beislinu saumuð árið 2006 og hefur beislið verið í stöðugri þróun síðan, sem skilar sér í þessari nýrri og betrumbættri útgáfu beislisins. Líkt og upprunalega Freemotion beislið er Freemotion 5.0 hannað til að hámarka fulla hæfni og hreyfigetu hundsins, en hönnunin gerir hundinum kleift að hreyfa axlarliðina mótstöðulaust og öndunarvegurinn helst óheftur þegar tog kemur á fremri hluta líkamans. Togálaginu er dreift jafnt yfir líkama hundsins án þess að setja þrýsting á hrygginn.  Togpunkturinn er aftarlega á baki hundsins og er beislið útbúið fyrir ástundir þar sem að togpunkturinn liggur hærra en bakhæð hundsins og henntar þetta beisli því vel fyrir canicross, bikejöring og skijöring. Beislið hefur stillanlega dráttar punkta til að hámarka kraft í hverju skrefi.

Þegar hundurinn leggur þunga í beislið nýtist krafturinn í hverju skrefi til hins ýtrasta og breitir hlauputúrum í nýja upplifun fyrir bæði þig og hundinn þinn.

 

Þrátt fyrir að eldri týpa Freemotion beislisins gæti nýþegar enst í áratugi, þá höfum við betrumbætt efnin sem eru notið fyrir Freemotion 5.0. Öll efni eru vandlega valin með endingu og þægindi í huga. Þessi nýja útfærsla beislinsins er með bólstrað hálsmál fyrir aukinn stöðugleika.

Líðan og heilbrigði hundsins er afar mikilvæg við hönnun allra beisla hjá Non-stop dogwear.  Skilvirk hönnun krefst mikillar nákvæmni við hvert smáatriði. Innri bólstrun er alltaf samansett á þann máta að ytri lög skarast á án þess að það myndist harðir kanntar. Jöfn og slétt samskeiti auka þægindi og koma í veg fyrir ertingu og að feldurinn þæfist. Beislin eru unnin úr endingargóðu, þéttofnu næloni og eru með frumu froðu bólstrun "cell foam base" til að sporna við rakadrægni. Sérhver saumur hefur sína sléttu hlið að líkama hundsins, allt til að tryggja að beislið skaði ekki hundinn. Þessi hönnunarfræði sem tekur mið út frá stoðkerfi hundsins, hreyfifrelsi og óheftri öndun er vörumerki okkar.

Freemotion 5.0 beislið hefur sama góða 3M™ endurskins efnið með auka endurskins lykkju við hnakka hundins til að sjá fyrir hreyfingar hans.  Einnig er hægt að festa auka ljós í þessa lykkju. 

**Endurskins lykkjan er ekki ætluð fyrir tauma

Beislin koma í stærð 3-9

 

Stærðartafla

Size Chart

Tæknilegar upplýsingar

Size Chart
Size Chart